|
Bulldog (Engish Bulldog) Bolabítur
Bulldog er þróttmikill, hugrakkur, harður af sér og tignarlegur. Þrátt fyrir ógnvekjandi útlit þá er hann ástúðlegur, rólegur og hljóðlátur hundur með frábæran persónuleika. Hann er frábær leikfélagi fyrir börnin og myndar mjög sterk bönd við eiganda sinn. Þarf ákveðna þjálfun.
Hæð á herðarkamb: 30 - 40 cm
Þyngd: Hundar: 24 - 25 kg Tíkur: 22 - 23 kg
Lífslíkur: 7 - 9 ár
Upprunaland: Bretland
Saga: Bulldog er talinn vera upprunninn frá hinum forna Mastiff hundi er hafði asískt blóð í sér, bardagahundar sem fluttir voru til Bretlands af fönikískum siglingarfræðingum. Eins og nafnið gefur til að kynna var hann upphaflega notaður í nautaat þar til árið 1835 þegar nautaat var bannað í Englandi. Ræktunarstaðallinn var svo fyrst gefinn út árið 1875. Valræktun hefur síðan þá gert Bulldog að góðum heimilishundi.
Hreyfiþörf: Þarf sína hreyfingu en þó má ekki ofreyna hann, sérstaklega ekki þegar heitt er í veðri.
Feldhirða: Bursta yfir hann daglega. Fylgjast þarf með hrukkum.
Leyfilegir litir: Einlitur með svarta grímu eða trýni. Rauður, fawn, brindle, hvítur eða hvítur með einhverjum fyrrnefndum litum. Liver og black and tan litir eru óæskilegir.
Fóður: Royal Canin Medium línan
|