Clarkii Clown

Clarkii Clown (Yellowtail Anemonefish)
Amphiprion clarkii

Stærð: 15 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Vinsæll og mjög harðgerður trúður. Hann er nokkuð breytilegur á lit eftir svæðum, en yfirleitt svargulbrúnn með tveim hvítum böndum (um mitti og höfuð) og hvítan eða gulan sporð sem er alltaf ljósari en búkurinn. Hann þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Getur verið all yfirgangssamur við aðra, einkum við skyldar tegundir. Reef-safe. Bestur stakur eða í pörum. Stærri fiskur í pari verður kvenkyns og sá minni karlkyns. Sækir í sæfíflana Cryptodendrum adhaes- ivum, Entacmaea quadricolor, Heteractis aurora, H. crispa, H. magnifica, H. malu, Macrodactyla doreensis, Stichodactyla gigantea, S. haddoni og S. mertensii. Getur fjölgað sér í búri. Fínn byrjendafiskur.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsisrækjur. Fóðra 2-3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: Kyrrahafs: 2.890/4.290/5.790 kr.
         Maldíveyja: 3.290/5.090/7.790 kr.
         Ræktaðir Yellow: 2.590/2.790/3.490 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998