Cream Angel (Indian Yellowtail Angelfish) Apolemichthys xanthurus
Stærð: 20 cm
Uppruni: Indlandshaf.
Um fiskinn: Kannski ekki mjög litfagur engill en engu að síður mjög harðgerður og aðlögunar- góður búrafiskur (sjá neðstu mynd). Hann þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Frekar hlédrægur í fyrstu og felugjarn en verður fljótt áberandi. Getur verið svolítið yfirgangssamur einkum við skyldar tegundir. Hentar ekki í rólegur samfélagsbúri. Nærist einkum á svömpum og getur því nartað í kóralla og hryggleysingja. Bestur stakur í búri.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra 2-4 sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 280 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 5.290/7.590/10.290 kr.
|