|
Dwarf Lion (Zebra Turkeyfish) Dendrochirus zebra
Stærð: 18 cm
Uppruni: Indlands-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Einn algengasti ljónafiskurinn í búrum. Hann er smærri en flestir en nokkuð dulur og felugjarn. Sýnir sig frekar í djúpum búrum þar sem birtan er minni. Bestur stakur eða í pari með stærri fiskum. Þarf að hafa nóg af felustöðum og góðan straum. Étur flest sem að kjafti kemur og er þar af leiðandi ekki reef-safe, enda rækjur og smáfiskar á matseðlinum. Þarf góð vatnsgæði og er ágætlega harðgerður. Er með eiturbrodda í bakugganum sem valdið geta sárum sting. Getur fjölgað sér í búri.
Fóður: Kjötmeti og fiskar. Lifandi fóðurfiskar, vítamínbætt artemía/mýsis, skelfiskakjöt. Fóðra 3-4 sinnum í viku.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 115 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 3.890/4.690/6.390 kr.
|