Emperor Angel (Imperator Angelfish) Pomacanthus imperator
Stærð: 38 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf
Um fiskinn: Einn fallegasti engillinn (sjá neðri mynd). Ungviði og yngri fullorðnir fiskar eru nokkuð harðgerir. Fullvaxta fiskar geta verið tregir til að éta í búri og þeim er hættara við sníkjudýrum. Þarf gott sundrými og felustaði. Frekar hlédrægur í fyrstu og felugjarn en verður fljótt áberandi ef hann er með rólegri fiskum og vatnsgæðin eru góð. Getur verð yfirgangssamur við aðra fiska. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlits (sjá efri mynd) og breytist mikið. Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja en má hafa sumum harðkóröllum og eitruðum linkóröllum. Eldri fiskar fyrir lengra komna.
Fóður: Fjölbreytt vítamínríkt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 510 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 14.490/19.290/22.990 kr. A (fullorð.): 28.490/34.690/42.390 kr.
|