|
False Gramma Dottyback (Royal Dottyback) Pseudochromis paccagnellae
Stærð: 8 cm
Uppruni: Vestur-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Þetta er einn grimmasti dottyback miðað við stærð. Þeir ráðast hiklaust á fiska sem eru allt að því þrefalt stærri en þeir. Hann er harðgerður en sökum grimmlyndi er óhyggilegt að hafa hann með eldgóbum, góbum, litlum wrössum og öðrum rólyndum fiskum. Ínáttúrunni verja þeir nokkurra fermetra svæði hver þ.a. búrið þarf að vera býsna stórt ef það á að rýma fleiri en einn fisk. Bestur stakur í búri með stærri fiskum ss. töngum, englum, fiðrildum. Þá er hann viðmótsþýðari. Þarf gott vítamínbætt fóður til að halda litum. Ekki alveg reef-safe þar eð hann getur étið litlar skrautrækjur og hreinsirækjur.
Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur. Fóðra daglega.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 75 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 2.890/3.690/4.090 kr.
|