Fat Head Basslet

Fat Head Basslet (Hawkfish Anthias)
Serranocirrhitus latus

Stærð: 13 cm

Uppruni:
Vestur- og Suður-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Gríðarfallegur fiskur sem þarf dauft ljós, hella, felustaði og rólega búrfélaga ss. góba, drekafiska og aðra skylda fiska. Hentar vel í kórallabúri, einkum djúpsjávar. Hann er nokkuð harðger og bestur stakur. Hafa má tvo eða fleiri saman í stóru búri, helst þá par. Þarf að hafa nóg af felustöðum og lítinn straum. Tillir sér á sillum og milli steina. Reef-safe. Þarf góð vatnsgæði.

Fóður: Kjötmeti og grænfóður. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum. Fóðra minnst 4 sinnum daglega.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 110 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 10.490/12.990/14.490 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998