Flameback Dwarf Angel (Brazilian Angelfish) Centropyge aurantonotus
Stærð: 8 cm
Uppruni: Vestur-Atlantshaf, Karíbahaf.
Um fiskinn: Litfagur dvergengill og nokkuð harðgerður. Getur verið ráðríkur við aðra engla og fiska af svipaðri stærð og lögun. Líkist mjög Centropyge acanthops frá austurströnd Afríku, en er með bláan sporð og yfirleitt dýari. Ef hann á að passa vel í samfélagsbúr er best að setja hann síðastan í búrið. Vill búr með miklu kórallagrjóti sem býður upp á gott beitiland. Þarf góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Sæmilega reef-safe en getur átt það til að narta í kóralla en síður hætta á því að hann valdi tjóni ef búrið er stórt.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsis eða ferskt, fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur). Fóðra 2-3 sinnum á dag nema búrið sé vel gróið.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 10.090/11.590/13.890 kr.
|