Flashback Dottyback

Flashback Dottyback (Diadem Dottyback)
Pseudochromis diadema

Stærð: 6 cm

Uppruni:
Vestur-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Smár en knár dottyback sem vinsæll hefur verið vegna litarins. Hann er harðgerður en grimmlyndur. Ræðst á eða angrar damselfiska, eldgóba, góba, grömmur og aðra rólynda fiska. Getur jafnvel böggað hreinsirækjur. Bestur stakur í búri með stærri fiskum ss. töngum, englum, fiðrildum. Þá er hann viðmótsþýðari. Þarf gott vítamínbætt fóður til að halda litum. Má hafa í hópum í stóru búri með mörgum felustöðum. Ekki alveg reef-safe þar eð hann getur étið litlar skrautrækjur og hreinsirækjur.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur. Fóðra daglega.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 75 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 3.090/3.490/4.290 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998