|
Fumanchu Lion (Twinspot Lionfish) Dendrochirus biocellatus
Stærð: 13 cm
Uppruni: Indlands-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Fallegur lítill ljónafiskur með tveim augnblettum í bakugganum. Oft getur verið erfitt að fá til að éta í fyrstu. Hann þarf marga felustaði, enda í eðli sínu næturdýr. Bestur stakur en má hafa nokkra saman í 280 l búri eða stærra. Þá er best að hafa einn stóran og nokkra minni. Vill oft eingöngu lifandi fóður og má því ekki vera í búri með matgráðugum fiskum sem éta allt frá honum. Ekki reef-safe, enda rækjur og skelfiskur á matseðlinum. Þarf góð vatnsgæði og er sæmilega harðgerður, en sístur þó af öðrum sem nefndir eru á síðunni. Er með eiturbrodda í bakugganum sem valdið geta sárum sting.
Fóður: Kjötmeti og fiskar. Lifandi fóðurfiskar, vítamínbætt artemía/mýsis, skelfiskakjöt. Fóðra 3-4 sinnum í viku.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 75 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 9.690/11.590/14.290 kr.
|