Koran Angel (Semicircle Angelfish) Pomacanthus semicirculatus
Stærð: 38 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf
Um fiskinn: Fallegur og góður búrafiskur (sjá neðri mynd). Dafnar ágætlega í vel þroskuðu búri. Getur náð allt að 20 ára aldri. Nærist á margs konar búrafóðri m.a. þörungum td. slímþörungi. Þarf gott sundrými og felustaði. Frekar hlédrægur í fyrstu og felugjarn en verður fljótt áberandi. ungir fiskar geta verið yfirgangs- samir við aðra fiska. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlits (sjá efri mynd) og breytist mikið. Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja.
Fóður: Fjölbreytt vítamínríkt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 510 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 6.190/8.890/12.990 kr.
|