Lemon Damsel

Lemon Damsel (Golden Damselfish)
Amblyglyphidodon aureus

Stærð: 13 cm

Uppruni:
Indlandshaf, V-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Auðveldur, harðgerður og mjög fallegur fiskur. Ungviðið er föl silfurgult (efsta mynd) en fullvaxta fiskur heiðgulur (neðsta mynd) Hentar ágætlega í stærri samfélagsbúr en verður yfirgangssamur við rólyndari fiska með aldrinum. Hægt að hafa í torfu í vel stóru búri, annars bestur stakur eða í pari. Þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Mjög harðgerður og góður byrjendafiskur. Leitar skjóls og sefur í gorgónium kóröllum (mið mynd) og hrygnir á sæsvipukóröllum. Reef-safe.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, þörunga- flögur. Fóðra minnst 3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l.

Hitastig: 23-27°C

Verð: 1.090/1.190/1.490 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998