Majestic Angel (Bluegirdled Angelfish) Pomacanthus (Euxiphipops) navarchus
Stærð: 30 cm
Uppruni: A-Indlandshaf, V-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Tignarlegur en hlédrægur engill (sjá neðstu mynd). Frekar auðveldur búrafiskur en þarf rúmgott búr, hreint vatn og marga felustaði. Ungviði er mjög felugjarnt en fullorðnir síður. Getur verið frekar yfirgangssamur við aðra fiska, einkum skyldar tegundir. Ungviði fjarlægir sníkjudýr og dauðan vef af öðrum fiskum og er allt öðruvísi útlits (efsta mynd) og breytist smám saman (mið mynd). Ekki sérlega reef- safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja. Stærri fiskar eiga erfiðara með að aðlöagast. Getur náð meira en 20 ára aldri.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 380 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 11.390/15.290/18.190 kr. A (fullorð.): 24.690/29.290/36.990 kr.
|