Maroon Clown

Maroon Clown (Spinecheek Anemonefish)
Premnas biaculeatus

Stærð: 16 cm

Uppruni:
Austur Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Gullfallegur trúður og einn í sinni ættkvísl. Hann er með kinnbrodda ólíkt Amphiprion trúðunum. Þetta er einn stærsti og grimmasti trúðurinn og ætti ekki að hafa með öðrum trúðum eða rólegum smáfiskum. Fiskurinn er dumb- rauðbrúnn með þrjú gul eða hvít þverbönd. Hann þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Getur verið svolítið yfirgangssamur við aðra, einkum sömu tegundar. Hann er ekki eins harðgerður og flestir aðrir trúðar og fer oft illa út úr flutningum. Reef-safe. Bestur stakur eða í pörum. Stærri fiskur í pari verður kvenkyns og sá minni karlkyns. Hrygnan er oft þrefalt lengri en hængur- inn. Sækir í sæfífilinn Entacmaea quadricolor. Getur fjölgað sér í búri. Mjög harðgerður.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur). Fóðra minnst tvisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: Hvítur: 4.690/6.190/8.890 kr.
         Gulur: 5.390/6.990/9.290 kr.
         Ræktaðir hvítir: 3.490/3.890/4.990 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998