Ocellaris Clown

Ocellaris Clown (Common Anemonefish)
Amphiprion ocellaris

Stærð: 9 cm

Uppruni:
Austur Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Skær og fagurlitaður trúður. Fyrirmynd hins vinsæla Nemós í bíómyndinni samnefndu. Þetta er með vinsælli sjávarbúrafiskum og yfirleitt harðgerður, einkum ræktuð eintök. Appelsíngulur með breitt hvítt mittisband, höfuðband aftan við augað og þriðja bandið við sporðrótina. Yfirleitt friðsamir, jafnvel innbyrðis. Þurfa gott búr með nóg af felustöðum og góð vatnsskilyrði. Reef-safe. Má vera stakur, í par eða litlum torfumi. Stærsti fiskurinn verður ráðandi hrygna. Sækir í sæfíflana Heteractis magnifica, Stichodactyla mertensii og gigantea. Getur fjölgað sér í búri án sæfífils.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur), grænfóður. Fóðra minnst tvisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 75 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: Ræktaðir venjul.: 2.490/2.890/3.490 kr.
         Ræktaðir svarthvítir.: 3.690/4.090/5.290 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998