Panther Grouper

Panther Grouper (Polkadot/Humpback Grouper)
Cromileptes altivelis

Stærð: 70 cm

Uppruni:
Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Flottur og mikill fiskur sem þekkist á  svörtu doppumynstrinu. Þetta er harðgerður mathákur sem étur allt er á tönn festir. Hann er sérlega skemmtilegur í útliti og sundlagið skondið, einkum þegar hann er lítill (efsta og neðsta mynd). Hann verður mjög stór og þarf að hafa það í huga þegar hann er keyptur. Hann getur er bestur einn í búri og getur gleypt litla búrfélaga í heilu lagi, en er samt ekki árásargjarn í garð annarra. Þarf stórt og rúmgott búr með öflugri dælingu og hreinsibúnaði þar eð honum fylgir mikill úrgangur. Ekki reef-safe. Hentar vel í stórfiskabúri með öðrum kjötætum og ránfiskum.

Fóður: Kjötmeti. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum, rækjur, skelfiskur, lifandi bráð. Fóðra 2-4 sinnum á viku.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 680 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 4.090/5.090/6.190 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998