Passer Angel

Passer Angel (King Angelfish)
Holacanthus passer

Stærð: 36 cm

Uppruni:
Austur-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Harðger og dýr engill (sjá neðstu mynd) sem getur verið býsna uppivöðslusamur. Getur verið með öðrum fiskum í rúmgóðu búri ef hann er settur síðastur í það. Hentar með td. íkornafiskum, grouperum, glefsum, damselum, haukafiskum, töngum, álum og gikkfiskum. Geta átt það til að bíta í ránfiska eins og ljónafiska. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlítandi (efstu myndir) og hreinsar sníkjudýr af öðrum fiskum. Ekki reef-safe en nokkuð auðveldur. Nartar í kóralla og hryggleysingja og er svampaæta.

Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra þrisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 380 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: J (ungv.): 20.090/23.190/27.790 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998