Personifer Angel (Blueface Angelfish) Chaetodontoplus meridithi (personifer)
Stærð: 35 cm
Uppruni: Austur-Indlandshaf og Vestur Kyrrahaf.
Um fiskinn: Myndarlegur en dýr gulsporða engill. Englar af þessari ættkvísl eru eftirsóttir búra- fiskar. Þeir eru gjarnan harðgerðir, nokkuð fljótir að aðlagast og tiltölulega rólegir nema gagnvart skyldum tegundum. Þeir eru hlédrægir og þurfa því rólega búrfélaga og fjölmarga felustaði ásamt hreinu vatni. Nærist á þráðþörungum og kísilþörungum. Hængurinn er blárri í framan (sjá neðstu mynd) en hrygnan (mið mynd). Ekki sérlega reef-safe. Getur átt til að narta í kóralla og hryggleysingja. Passar best í vel þroskuðu búri.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag nema búrið sé vel gróið og þroskað.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 380 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 23.190/27.790/36.990 kr.
|