Purple Lyre Tail Grouper

Purple Lyre Tail Grouper (Lyretail Grouper)
Variola louti

Stærð: 90 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Flottur og glæsilegur fiskur sem dafnar vel í búri sem ungviði. Ungviði er með ljósan kvið (mið mynd) en fullorðnir eru nánast alrauðir (efsta mynd) með fínu blettamynstri og fallegum lýrusporði. Þetta er harðgerður mathákur sem étur allt er á tönn festir. Hann verður mjög stór og þarf að hafa það í huga þegar hann er keyptur. Hann er bestur einn í búri og getur gleypt litla búrfélaga í heilu lagi, en er samt ekki árásargjarn í garð annarra. Hann er einnig sýnilegri en margir frændur hans. Þarf stórt og rúmgott búr með öflugri dælingu og hreinsibúnaði þar eð honum fylgir mikill úrgangur. Ekki reef-safe. Hentar vel í stórfiskabúri með öðrum kjötætum og ránfiskum.

Fóður: Kjötmeti. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum, rækjur, skelfiskur, lifandi bráð. Fóðra 2-4 sinnum á viku.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 1.150 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 8.490/10.790/13.890 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998