Queen Angel Holacanthus ciliaris
Stærð: 45 cm
Uppruni: Mið-Atlantshaf, Karíbahaf.
Um fiskinn: Einn fallegasti engillinn að margra mati (sjá neðstu myndir) og einnig harðgerður. Helsti ókosturinn er stærðin og grimmt eðlið. Stórir ungfiskar eru sérlega uppivöðslusamir og ráðast oft á nýja fiska og aðra engla. Getur verið með öðrum fiskum í stóru og rúmgóðu búri með mörgum felustöðum ef hann er settur síðastur í það. Ungviðið er töluvert öðruvísi útlítandi (efsta mynd) og hreinsar sníkjudýr af öðrum fiskum. Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja og er svampaæta.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt, fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 680 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 13.490/18.190/22.190 kr. A (fullorð.): 24.690/33.590/46.290 kr.
|