|
Red Stripe Dwarf Angel (Blacktail Angelfish) Centropyge eibli
Stærð: 15 cm
Uppruni: Indlandshaf og V-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Fallegur dvergengill sem er fljótur að aðlagast nýju búri ef hann fær rólega búrfélaga og nóg af felustöðum. Hann er með stærru dvergum og getur verið ágengur við aðra dvergengla og fiska af svipaðri stærð, einkum ef þrengt er að honum. Ef hann á að passa vel í blönduðu búri er best að setja hann síðastan í búrið. Þarf búr með miklu kórallagrjóti sem býður upp á gott beitiland. Þarf mjög góð vatnsgæði. Getur átt það til að bíta í kóralla. Bestur stakur í búri eða í pörum og er nokkuð harðger.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsis eða ferskt, fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur). Fóðra 2-3 sinnum á dag nema búrið sé vel gróið.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 110 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 6.390/7.990/9.690 kr.
|