Red Tomato Clown

Red Tomato Clown (Blackback Anemonefish)
Amphiprion frenatus

Stærð: 14 cm

Uppruni:
V-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Litsterkur og kröftugur trúður. Rauð- appelsínugulur á búk og þykku hvítu höfuðbandi með svörtum brúnum. Hann líkist A. ephippium bæði í útliti og skapi, og getur verið mjög harðskeyttur og ráðríkur við aðra trúða og friðsama fiska. Trúðurinn þarf gott búr, hreint vatn og marga felustaði. Ekki ætti að hafa hann með öðrum trúðum. Hann er mjög harðgerður, og ræktuð eintök nánast ódrepandi. Reef-safe. Bestur stakur eða í pari. Stærri fiskur í pari verður kvenkyns og sá minni karlkyns. Sækir í sæfíflana Heteractis crispa og Entacmaea quadricolor. Getur fjölgað sér í búri.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur), grænfóður. Fóðra minnst tvisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 115 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: Villtur Red: 2.890/3.490/5.990 kr.
         Ræktaðir venjul.: 2.390/2.590/3.290 kr
         Ræktaðir Plum: 3.490/4.090/5.290 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998