Regal Angel - Indian Ocean Pygoplites diacanthus
Stærð: 25 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Dýrlegur og dýr smáengill. Fiskar úr Indlandshafi og Rauðahafi eru harðgerðari en eintök úr Kyrrahafi. Þarf góðan aðlögunartíma, gott sundrými og marga felustaði. Hann er tiltölulega rólegur gagnvart skyldum tegundum. Þeir eru annars frekar hlédrægir. Nærast á þráðþörungum og kísilþörungum. Ungviðið er með stóran hringlaga blett í bakugganum (sjá efstu mynd). Ekki sérlega reef-safe. Getur átt til að narta í kóralla og hryggleysingja. Passar best einir eða í pari í vel þroskuðu búri.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag nema búrið sé vel gróið og þroskað.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 380 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 18.490/20.090/24.690 kr.
|