Rock Beauty Angel (Blue Angelfish) Holacanthus tricolor
Stærð: 20 cm
Uppruni: Vestur-Atlantshaf, Karíbahaf.
Um fiskinn: Fallegur en viðkvæmur engill (sjá neðstu myndir). Helsti ókosturinn er hve háður hann er því að fá svampa í fæðunni, ólíkt öðrum af Holacanthus ættinni. Svampaleysi er helsta ástæða þess að fullvaxta fiskar deyja. Ungir fiskar (efsta mynd) dafna því betur í búrum en eiga til að elta aðra fiska til að nærast á slímhúð þeirra. Ekki reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja og er svampaæta. Ef vel er að málum staðið getur þessi fallegi engill lifað í heimabúri.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti, einkum svampa. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 380 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 7.590/10.790/15.490 kr.
|