Shar Pei

Helstu staðreyndir:
Þolir kulda vel og getur aðlagast borgarlífi. Ekki alltaf góður í hlýðni og getur verið árásargjarn gagnvart öðrum hundum.

Shar Pei hvolpur

Shar Pei
Kínverskur Vígahundur


Þessi yfirráðafulli hundur geta verið árásargjarnir gagnvart öðrum hundum en eru rólegir, tignarlegir og ástúðlegir við eiganda sinn. Hann er mjög barnelskur. Þarf ákveðna en milda þjálfun.

Hæð á herðarkamb:
40 - 51 cm

Þyngd:
um 20 kg

Lífslíkur:
11 - 12 ár

Upprunaland:
Kína

Saga:
Eitt sinn sjaldgæfasti hundur heims, hinn forni Chinese Shar pei var nær útdauður í kringum 1970 þegar áhugamenn Shar Pei tegundarinnar í Hong Kong fengu Ameríkana til að hjálpa sér að bjarga þessu forna kyni. Bandaríkjamenn brugðust vel við, hrifnir af óvenjulegu útliti og sjarma kynsins. Þeir fluttu inn nokkra og byrjuðu að rækta þá. Talið er að kynið hafi verið til frá tíma Han-konungsættarinnar í Kína frá 2 öld fyrir Krist. Þeir voru notaðir af lágstéttarfólki við að létta undir heimilisstörfin, í smalarmennsku og við veiðar.

Hreyfiþörf:
Shar Pei eru ekki það orkumiklir hundar, frekar í rólegri kantinum. Þeir þurfa góða daglega göngutúra.

Feldhirða:
Feldurinn þarfnast lítillar feldhirðu en fylgjast verður með hrukkunum en það á ekki að þurfa að þrífa þær neitt sérstaklega.

Leyfilegir litir:
Aðeins heillitir leyfðir þó má vera blær á þeim. Gulbrúnir, kremlitaðir, svartir, rauðir, dökkbrúnir eða grábláir

Fóður:
Royal Canin Medium
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998