|
Smooth Collie Hjaltlandskolur
Þessi árvökuli, glaðlegi hundur er ástúðlegur, ljúfur og auðþjálfanlegur. Hann getur verið feiminn við ókunnuga en þó ekki hræddur. Hann sé sjaldan notaður í vinnu þó hann hafi enn varð- og smalareðlið í sér og mun verja heimili húsbónda síns vel. Sheltie er einskonar minni útgáfa af stórum vinnu- og fjárhundum Skotlands. Vegna þess að þetta er minnkuð útgáfa af stærri fjárhundi er þeim hættara við beinbrotum og arfgengum meltingar- og augnsjúkdómum.
Hæð á herðarkamb: Hundar: 36 - 40 cm Tíkur: 34 - 38 cm
Þyngd: 5 - 10 kg
Lífslíkur: 13 - 14 ár
Upprunaland: Bretland
Saga: Shetland Sheepdog er eins og nafnið gefur til kynna frá Hjaltlandseyjum (Shetland Islands) sem eru undan norðurströndum Skotlands. Talið er að hann sé blanda af Skoskum Collie hundum, “Yakki” sem voru hundar grænlensksku hvalveiðimannana og Spitz hunda sem hafa fylgt skandinavískum fiskimönnum. Aðrir telja að hann eigi uppruna sinn að rekja til King Charles Spaniel. Fyrsti Shetland Sheepdog klúbburinn var stofnaður á Hjaltlandseyjum árið 1908. Hundakynið barst svo til Englands á seinni part nítjándu aldar en var ekki viðurkennt fyrr en árið 1914.
Hreyfiþörf: Þarf daglega göngutúra
Feldhirða: Nauðsynlegt er að bursta hann a.m.k. 2 í viku og oftar þegar hann fer úr hárum. Ekki skal baða þá oftar en 1 sinni á mánuði..
Leyfilegir litir: Sable: frá ljós gylltum fyrir í dökkan mahogany. Tricolor: svarti liturinn ríkjandi með brúnan lit á höfði og fótum og með hvítt í sér. Blue merle: silfur blár, blá-grár eða svart dröfnóttur, svartur & hvítur og svartur & brúnn (Black and tan).
Fóður: Royal Canin Medium línan
|