Silky Terrier

Helstu staðreyndir:
Þolir hita vel. Getur aðlagast borgarlífi og er góður varðhundur. Ekki alltaf góður í hlýðni og semur ekki alltaf við aðra hunda.

Silky Terrier  hvolpur

Silky Terrier (Australian Silky Terrier)
Silkigrefill


Þessi ákveðni litli hundur er fjörugur, ákafur og í góðu jafnvægi. Skemmtilegur félagi, hann myndar sterk bönd við eiganda sinn og elskar börn. Terrier eðli hans gerir hann að afbragðs rottuveiðara. Þarf ákveðna þjálfun.

Hæð á herðarkamb:
22,5 cm

Þyngd:
3,5 - 4,5  kg

Lífslíkur:
14 ár

Upprunaland:
Ástralía

Saga:
Silky Terrier var búinn til með því að blanda saman Yorkshire Terrier og áströlskum terrier hundum. Þetta hundakyn kom fyrst fram á 19. öld þegar hvolpar með silky feld fóru að fæðast hjá áströlskum terrier hundum. Þeim var líklega blandað við Skye Terrier og Cairn Terrier líka. Silky Terrier var fyrst viðukenndur af Sidney Kennel Club árið 1933 og síðar í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Hreyfiþörf:
Þarf að komast oft út og fara í langa göngutúra.

Feldhirða:
Þarf að bursta þeim og kemba reglulega. Eru líka baðaðir oft miða við mörg önnur hundakyn og gott er að fara með þá í hundasnyrtingu reglulega.

Leyfilegir litir:
Ljósbrúnn og blár/gráblár. Skottið verður að vera dökkt að lit. Grábláir hundar eru með brúska við eyru, munn og kinnum. Blái liturinn nær frá hnakka alveg að skotti, niður lappirnar að hnjám og hæklum. Ljósbrúnn á fótum og undir skottinu.

Fóður:
Royal Canin Mini
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998