Sixbar Angel (Six-banded Angelfish) Pomacanthus (Euxiphipops) sextriatus
Stærð: 46 cm
Uppruni: Austur Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.
Um fiskinn: Frábær engill fyrir byrjendur. Hann er sýnilegur, harðger og fallegur (sjá neðstu mynd) og enginn tveir fiskar með sama munstri. Þarf stórt og rúmgott búr, hreint vatn og marga felustaði. Getur verið yfirgangssamur við aðra fiska, einkum skyldar tegundir. Bestur einn í búri. Mikill mathákur og verður stór. Ungviðið líkist Asfur englinum en er með hvítan sporð í stað guls (efstu myndir). Ekki sérlega reef-safe. Nartar í kóralla og hryggleysingja.
Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu af spirúlínu og kjötmeti. Getur þurft lifandi fóður eins og artemíu, mýsisrækjur eða ferskt fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur) til að fá hann til að éta. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 680 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: J (ungv.): 6.190/8.090/8.890 kr. A (fullorð.): 11.190/14.490/17.790 kr.
|