Smooth Collie

Helstu staðreyndir:
Hann er barngóður og er fljótur að læra. Heitt  loftslag hentar honum ekki vel, hann þolir kulda betur. Ætti að fá ákveðna en milda þjálfun.
 

Tricolor Rough Collie hvolpur

Rough Collie (Scottish Collie, Lassie hundur)
Loðni Koluri


Þetta eru hressir og fjörugir hunda, í góðum hlutföllum en geta verið taugaveiklaðir og styggir. Þessi ljúfi og næmi hundur er dyggur félagi. Er hlédrægur við ókunnuga en ekki árásargjarn.
Glæsilegt útlit Rough Collie var það fyrsta sem ræktendur og almenningur tók eftir. Þegar Viktoría drotting eignaðist hund af þessu kyni jukust vinsældir þeirra. Þegar gerð var Hollywood mynd um hund af þessu kyni (Lassie) varð hann heimsfrægur og eftirsóttur um allan heim. Góður árangur á hundasýningum hefur átt það til að skyggja á smalarhæfileika þessa hunds. Hann er frábær félagi, auðveldur í þjálfun, góður varðhundur og barngóður. 

Hæð á herðarkamb:
Hundar: 56 - 61 cm
Tíkur: 51 - 56 cm

Þyngd:
Hundar: 20 - 29 kg
Tíkur: 18 - 25 kg..

Lífslíkur:
12 - 13 ár

Upprunaland:
Bretland.

Saga:
Collie hundurinn er uppruninn frá skoskum smalarhundum. Þegar Rómverjar gerðu innrás blönduðust þeirra hundar við þarlenda skoska smalarhunda. Fjárhirðar byrjuðu snemma á því að blanda saman fjárhundum með langt skott og fjárhundum með stutt skot, út úr því kom frábær hundur sem ber sig tígulega.
Deilt er um uppruna Collie hundanna. Sumir trúa því að nafnið sé dregið af enska orðinu “Colley”, frumstæð útgáfa af skoskum kindum með svarta grímu og skott. Aðrir halda því fram að þeir dragi nafn sitt af fallegum kraga þeirra.
Snögghærða útgáfan af Collie kallast Smooth Collie og er mun sjaldgæfari en Rough Collie.

Hreyfiþörf:
Mikil hreyfiþörf.

Feldhirða:
Feldurinn á það til að verða mattur og þarf því að bursta hann daglega.

Leyfilegir litir:
Þrír litir eru viðurkenndir. Sable. frá ljós gylltum fyrir í dökkan mahogany. Tricolor, svarti liturinn ríkjandi með brúnan lit á höfði og fótum og með hvítt í sér. Blue merle, blá-grár eða svart dröfnóttur.

Fóður:
Royal Canin Medium
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998