Three Stripe Damsel Humbug

Three Stripe Damsel Humbug
Dascyllus aruanus

Stærð: 7 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Áberandi damselfiskur með þrjár svartar rendur. Oft settur í nýuppsett búr vegna þess að hann þolir vatnsskilyrði sem dræpu aðra fiska. Verðar erfiðari í umgengni með aldrinum, einkum hængar, þ.a. þeir ganga ekki með rólegri fiskum heldur eingöngu stærri ss. englum eða stærri dottyback. Þarf stórt búr, einkum ef fleiri en einn (6 í 400 l), og marga felustaði. Reef-safe. Hægt er að hafa í pari eða stakir. Leitar oft skjóls í kóröllum (mið mynd). Best að hýsa aðeins einn hæng í hvert búr nema búrið sé þeim mun stærra. Getur fjölgað sér í búri.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, þörunga- flögur. Fóðra minnst 3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 1.090/1.190/1.490 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998