Two Stripe Damsel Humbug

Two Stripe Damsel Humbug (Cloudy Dascyllus)
Dascyllus carneus

Stærð: 7 cm

Uppruni:
Indlandshaf.

Um fiskinn:
Fallegur smáfiskur úr Indlandshafi. Oft settur í nýuppsett búr vegna þess að hann þolir vatnsskilyrði sem dræpu aðra fiska. Verða  erfiðari í umgengni með aldrinum, einkum hængar, þ.a. þeir ganga ekki með rólegri fiskum heldur eingöngu stærri ss. englum eða stærri dottyback. Þarf stórt búr, einkum ef fleiri en einn, og marga felustaði. Reef-safe. Hægt er að hafa í pari eða stakir. Leitar oft skjóls í kóröllum (mið mynd). Best að hýsa aðeins einn hæng í hvert búr nema búrið sé þeim mun stærra. Getur fjölgað sér í búri.

Fóður: Fjölbreytt fóður og kjötmeti. Lifandi fóður, vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, þörunga- flögur. Fóðra minnst 3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 1.090/1.190/1.490 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998