Ventralis Basslet

Ventralis Basslet (Longfin Anthias)
Pseudanthias ventralis

Stærð: 5,5 cm

Uppruni:
Vestur- og Suður-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Smávaxinn en forkunnarfagur fiskur sem hentar vel í reef búri. Hann er sjaldséður og dýr en mjög eftirsóttur meðal áhugammanna. Hann er fagurbleikur og appelsínugulur og andlitið gult (efsta og neðsta mynd). Hann þekkist á löngu kviðuggunum. Hrygnan er gulari yfirlitum (mið mynd). Hann er frekar viðkvæmur fyrir birtu og hitastigi og bestur stakur eða einn hængur á móti 5-6 hrygnum ef búrið er nógu stórt (300 l búr). Þarf að hafa nóg af felustöðum og góðan straum. Reef-safe. Þarf góð vatnsgæði og lítinn straum. Kýs helst að vera innan um rólynda fiska. Tekur fiskinn góðan tíma að venjast nýju búri. Berst við skylda fiska. Passa að hafa nóg af felustöðum.

Fóður: Dýrasvifsæta. Kjötmeti og grænfóður. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum. Fóðra minnst 4 sinnum daglega.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 110 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 7.190/11.590/13.890 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998