Volitans Lion

Volitans Lion (Turkeyfish, Butterfly Cod)
Pterois volitans

Stærð: 38 cm

Uppruni:
Indlands-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Frábær, langlífur og sýnilegur ljóna- fiskur. Harðgerður og aðlögunargóður, og ágætur byrjendafiskur. Bestur stakur eða í pari með stærri fiskum. Þarf að hafa nóg af felustöðum og góðan straum. Er oftast frammi í búri þar sem til hans sést. Étur flest sem upp í hann kemst og þar af leiðandi ekki reef-safe, enda rækjur og smáfiskar lostæti. Bráð sína veiðir hann oftast að næturlagi, króar hana af, vankar með broddunum og gleypir síðan í heilu lagi. Þarf góð vatnsgæði og straum. Er með eitraða brodda í bakugganum sem valdið geta sárum sting.

Fóður: Kjötmeti og fiskar. Lifandi fóðurfiskar, vítamínbætt artemía/mýsis, skelfiskakjöt. Fóðra  3-4 sinnum í viku.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 210 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 4.490/5.990/8.490 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998