|
West Highland White Terrier (Westie) Hvíti hálendingur
Þessi sveitalegi, hressi, hugrakki, sjálfstæði, þrjóski hundur er með sterkan persónuleika. Hann er ástúðlegur, kátur og elskar börn. Þessi afbragðs varðhundur lætur líka vita af mannaferðum. Hann er fær veiðihundur sem veiðir refi, greifingja og fleiri meindýr. Ef hann fær rétta og ákveðna þjálfun verður hann frábær viðbót við fjölskyldu þína.
Hæð á herðarkamb: 28 cm
Þyngd: 6 - 8 kg
Lífslíkur: 14 ár
Upprunaland: Bretland
Saga: Þeir eru upprunnir frá fjöllunum í vestur Skotlandi og voru þeir líklega hvítir Cairn Terrier sem Colonel Malcom de Poltalloch valræktaði áfram til að búa til þetta nýja hvíta hundakyn. Árið 1906 bjó fyrsti West Highland White Terrier hundaklúbburinn til ræktunarmarkmið hundsins. Þetta kyn komst svo í tísku og eru þeir nú mjög vinsælir.
Hreyfiþörf: Hann getur aðlagað sig borgarlífi ef hann fær langa göngutúra.
Feldhirða: Bursta þarf hann daglega og þarf að veita feldinum sérstaka umönnun. Gott að fara með hann til hundasnyrtis reglulega.
Leyfilegir litir: Hvítur
Fóður: Royal Canin Mini línan
|