Wreack Fish Basslet (Sea Goldie) Pseudanthias squamipinnis
Stærð: 12 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Algengur en fallegur fiskur sem sést oft í stórum torfum yfir kórallarif (efri mynd). Harðgerður fiskur sem er best hafður stakur í búri eða þá einn hængur á 8-10 hrygnur í stóru búri (680 l). Hann er djúprauður með bleiku ívafi en hrygnan appelsínugulari. Hann er mun harðari af sér en margir frændur hans. Getur verið býsna árásargjarn og berst hatrammlega við aðra af sömu tegund. hentar annars mjög vel í kórallabúri en þarf að passa upp á hvaða búrfélaga hann hefur. Þarf að hafa nóg af felustöðum, góðan straum og góð vatnsgæði. Tekur fiskinn góðan tíma að venjast nýju búri. Litur getur verið breytilegur eftir því hvaðan fiskurinn er ættaður.
Fóður: Dýrasvifsæta. Kjötmeti og grænfóður. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum. Fóðra minnst 4 sinnum daglega.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 210 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: Kyrrahafs: 3.690/4.490/6.190 kr. Indlandshafs: 3.390/4.090/5.390 kr.
|