Yellow Fiji Dwarf Angel

Yellow Fiji Dwarf Angel (False Lemonpeel Angel)
Centropyge heraldi

Stærð: 10 cm

Uppruni:
Vestur- og Suður-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Skærgulur dvergengill sem líkist mjög Centropyge flavissima (vantar bláu augn- hringina) og blandast stundum við hann. Hann er líka viðkvæmur og getur soltið í búri nema það sé vel þroskað og gróið. Yfirleitt ekki ráðríkur við aðra fiska nema helst við dvergengla af svipaðri stærð þegar hann hefur aðlagast búrinu. Ef hann á að passa vel í blönduðu búri er best að setja hann síðastan í búrið. Vill búr með miklu kóralla- grjóti sem býður upp á gott beitiland. Þarf góða felustaði og mjög góð vatnsgæði. Getur átt það til að bíta í kóralla og éta linkóralla. Bestur stakur í búri eða í pörum og er miðlungs harðgerður.

Fóður: Fjölbreytt fóður með miklu grænfóðri og kjötmeti. Lifandi fóður eins og artemía, mýsis eða ferskt, fínhakkað sjávarfang (td. smokkfisk, skelfisk, rækjur). Fóðra 2-3 sinnum á dag nema búrið sé vel gróið.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 75 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 9.690/11.590/12.990 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998