Yellow Fin Blue Cod

Yellow Fin Blue Cod (Blue & Yellow Grouper)
Epinecephelus flavocoeruleus

Stærð: 90 cm

Uppruni:
Indlandshaf.

Um fiskinn:
Stór, gráleitur grouper með þéttum dökkum dílum og gulum eyruggum og sporði. Uggarnir vera gulari með aldrinum. Þetta er mikill fiskur sem hentar eingöngu í allra stærstu búr. Vex hratt og er fljótur að vaxa upp úr heimkynnum sínum. Þetta er harðgerður mathákur sem étur allt er á tönn festir. Hann er bestur einn í búri og getur auðveldlega gleypt búrfélaga sína í heilu lagi. Þarf mjög stórt og rúmgott búr með öflugri dælingu og hreinsibúnaði þar eð honum fylgir mikill úrgangur. Ekki reef-safe. Hentar eingöngu í stórfiskabúri með öðrum stórum kjötætum og ránfiskum.

Fóður: Kjötmeti. Vítamínbætt artemía/mýsis til að halda litnum, rækjur, skelfiskur, lifandi bráð. Fóðra 2-4 sinnum á viku.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 1.100 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 19.290/21.590/26.990 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998