Yorkshire Terrier

Helstu staðreyndir:
Þolir hita vel. Getur aðlagast borgarlífi og er góður varðhundur. Ekki alltaf góður í hlýðni og semur ekki alltaf við aðra hunda.

Yorkshire Terrier  hvolpur

Yorkshire Terrier (Australian Silky Terrier)
Jórvíkur grefill


Þessi hvatvísi, líflegi, hressi hundur er hugrakkur og viljasterkur. Þessi dekurhundur semur ekki alltaf vel við orkumikl börn og geltir oft mikið. Yorkshire Terrier með sinn drottnunargjarna persónuleika hikar ekki við að ráðast á aðra hunda, jafnvel þó þeir séu mun stærri. Þörf er á mjög ákveðinni þjálfun.

Hæð á herðarkamb:
Um 20 cm

Þyngd:
Allt að 3,1 kg

Lífslíkur:
14 ár

Upprunaland:
Bretland

Saga:
Yorkshire Terrier er uppruninn frá Clydesdale og/eða Paisley Terrier hundum og Waterside Terrier sem voru fluttir á svæðið í kring um Glasgow, í York sýsluna snemma á nítjándu öld. Þeim var síðar blandað við önnur hundakyn m.a. Broken-Haired Terrier (sem er nú útdauður), Cairn Terrier, Maltese, Bicon Frise ofl. Árið 1886 gaf hundaræktafélagið í Bretlandi þessu hundakyni fyrst nafn og var ræktunarstaðallinn gefinn út árið 1898.
Hann var upprunalega notaður til að halda námum meindýrafríum og sem veiðihundur til að grafa upp bráð. Seinna komst þetta hundakyn í tísku.
Þeir voru kynntir í Bandaríkjunum og Evrópu árið 1930 og var þá byrjað að rækta þá minni. Nú eru Yorkarnir einir vinsælustu smáhundar hundar heims.

Hreyfiþörf:
Hentar vel sem innihundur en þarf að komast út og fá hreyfingu líka.

Feldhirða:
Þarf talsverða feldhirðu. Bursta og kemba öllum daglega. Þyrfti að fara til hundasnyrtis 1 sinni í mánuði. Ef hundurinn er að safna feldi fyrir sýningar þarf að vefja feldinn og festa hann upp í litlar pakkningar víðs vegar  um búkinn.

Leyfilegir litir:
Dökk stálblár (ekki silfurblár) sem nær frá augum að skotti og blandast aldrei brúna litnum. Hár á bringu fallega brún. Öll brúnu hárin eru dekkri við rótina en ljósari eftir því sem ofar dregur. Hvolpar fæðast kolsvartir en fá stálgráa litinn nokkurra mánaða gamlir.

Fóður:
Royal Canin Mini
línan

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998