|
Sebra danni Zebra Danio Brachydanio rerio
Stærð: 5 cm
Kynin: Karlfiskurinn er mjórri en kvenfiskurinn.
Um fiskinn: Þetta er harðger fiskur og fínn fyrir byrjendur. Hann hentar vel fyrir nýuppsett búr. Best er að hafa hann í torfum en torfan heldur sig mest efst í búrinu. Þetta er mikill matfiskur og étur af áfergju, en getur orðið árásargjarn ef hann er svangur.
Æxlun: Hrognfiskar sem dreifa eggjunum.
Búrstærð: 40l
Hitastig: 27°C
Sýrustig (pH): 7
Harka (gH): 8
Fóður: Þurrfóður
|