|
Barbar og rasborur eru skemmtilegir búrfiskar sem blandast oftast vel með öðrum fisktegundum. Þeir eru litsterkir, fjörmiklir, harðgerðir og auðveldir í hrygningu. Flestir eru ættaðir frá Asíu, einkum SA-Asíu. Fjölmargar tegundir eru vinsælir búrfiskar og oft á boðstólum. Sumar eru hins vegar sjaldgæfar og krefjandi að ala önn fyrir þeim.
|
|