Labýrintufiskar finnast flestir í Austurlöndum fjær. Þetta eru athyglisverðir heitavatnsfiskar með tvöfalt öndunarkerfi. Þeir anda annars vegar gegnum tálkn og hins vegar um munn frá yfirborðinu. Flestir hafa langa þreifara í stað hefðbundinna kviðugga. Þeir búa allir til loftbóluhreiður sem þeir setja hrognin til klaks. Margar tegundir eru vinsælir búrafiskar og almennt litfagrir og harðgerðir.
|