|
Hispaniolan Amason Amazona ventralis
Lýsing: Fuglinn að mestu grænn; flestar fjaðrir með svartri brún; enni hvítt; hvirfill og efri hluti kinna daufblár; rósrauður kinnblettur; svartar eyrnafjaðrir; breytilegur hnotubrúnn blettur á kviði; aðal stélblöðkur og -flugfjaðrir bláar; aukastélfjaðrir og stærri vængblöðkur bláar með grænni brún til enda; undirstélsblöðkur gulgrænar; efri hluti stéls grænn með gulum endum; ytri stélfjaðrir með rauðri rót; augnhringur hvítleitur; goggur gulljósleitur; augu brún; fætur brúnleitir.
Lengd: 28 cm
Lífslíkur: 50-70 ár
Kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hægt að kyngreina nema með DNA-próf.
Upprun: Haítí, Dóminíkanska lýðveldið og nokkrar nálægar eyjar; finnst núna í Púertó ríkó.
Þjálfun: Hispaníóla amasoninn er fallegur fugl og frekar fágætur. Hann er sæmilegur talfugl. Harðgerður og forvitinn. Yfirleitt ekki árásargjarn utan varptímans. Frekar viðkvæmur fyrir kvefi.
Hávaðasemi: Miðlungi hávær-hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en í hættu vegna skógarhöggs.
|