|
Imperial Amason Amazona imperialis
Lýsing: Fuglinn er að mestu grænn með svarta brún á fjöðrunum; höfuð brúnt-fjólublátt með breytilegum grænbláum blæ og svartri brún á fjöðrum; eyrnafjaðrir rauðbrúnar; kinnar fjólublá-brúnar með mjórri svartri brún; háls, bringa og kviður fjólublár með svartri brún; undirstélblöðkur olívugrænar með grænblárri brún; vængbrún rauð; aðalflugfjaðrir bláfjólubláar en grænar í rót og með brúnni brún; aukaflugfjaðrir grænar með bláfjólubláum endum; ytri aukaflugfjaðrir með rauðbrúnum ferningi; undirvængblöðkur grænar með bláum endum; miðstélfjaðrir og ytri stélfjaðrir rauðbrúnleitar en grænleitar í rót og með grænbláum endum; augnhringur brúngrár; augu rauð-appelsínugul; fætur gráir. Óþroskaðir eins og fullorðnir nema afturhluti höfuðs og hnakki grænn; ungar grænleitar að sjá aftan frá; augu brún.
Lengd: 45 cm
Lífslíkur: 70 ár
Kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hægt að kyngreina nema með DNA-próf.
Upprun: Eyjan Dóminíka í Minni Antilles-eyjum, Karíbahafi.
Þjálfun: Imperial amasoninn er afspyrnufallegur fugl og mjög fágætur. Hann er ágætur talfugl. Harðgerður og húsbóndahollur. Góð tamning á meðan karlfuglinn er ungur er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hann verði árásargjarn.
Hávaðasemi: Miðlungi hávær-hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES I. Í útrýmingarhættu vegna skógarhöggs. Sennilega ekki nema um 100 fuglar eftir í náttúrunni en fleiri í einkaeigu víða um heim.
|