St. Lucia Amazon

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

St. Lucia Amason
Amazona versicolor

Lýsing:
Aðallitur grænn, hver fjöður með svartri brún; nefsvæði, enni og fremri hluti hvirfils bláfjólublár en síðan daufblár á afturhluta hvirfils, yfir eyru og kinnum; flestir með misstórt rautt band yfir bringu; bringufjaðrir með rauðbrúnni brún; kveiður rauðbrúnn og fjaðrir grænar í rótinni; neðri hluti kviðar og mjaðmir fölgrænar; vængbrún, undirvængblöðkur, undirstélblöðkur og ofanstélsblöðkur gulgrænar; aðalflugfjaðrir bláfjólubláar; aukaflugfjaðrir grænar með bláfjólubláum endum; ytri aukaflugfjaðrir með rauðum ferningi; aðalvængblöðkur grænar með bláfjólubláum blæ; undirhlið vængja grænbláar; efri hlið stélfjaðra með breiðum gulgrænum endum; ytri stélfjaðrir rauðar í rót en bláar yst; undirhlið stélfjaðra fölgræn; augnhringur grár; goggur grár en efri goggur ljós við rót; augu appelsínugul; fætur gráir.
Óþroskaðir fuglar með brún augu.

Lengd: 43 cm

Lífslíkur: 60-70 ár

Kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hægt að kyngreina nema með DNA-próf.

Upprun: Eyjan St. Lucia í Minni Antilles-eyjum, Karíbahafi.

Þjálfun: St. Lucia amasoninn er afspyrnufallegur fugl og mjög fágætur. Harðgerður og húsbóndahollur. Góð tamning á meðan karlfuglinn er ungur er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hann verði árásargjarn. Mikill nagari og þarf ferskar greinar.

Hávaðasemi: Miðlungi hávær-hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES I. Í mikilli útrýmingarhættu vegna skógarhöggs. Innan við 400 fuglar eftir á náttúruverndarsvæði.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998