Yellow-faced Amazon

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

Yellow-faced Amazon
Amazona xanthops

Lýsing:
Almennt grænn; dökkgræn brún á höfuð-, bringu-, kvið- og mjaðmarfjöðrum; enni, nefsvæði, hvirfill og eyrnafjaðrir með breytilegu miklu gulu; allt höfuð og kviður sumra fugla er gul-appelsínugulur; vængbrún gulgræn; stél grænt með grængulum endum; ytri stélfjaðrir með breiðu appelsínugulu bandi; augnhringur mjór og hvítleitur; goggur ljós með svartri rót; augu gul; fætur grábleikleitir; nasaop bleik; fremri hluti ennis á mörgum fuglum er ber eins og hann hafi verið reittur.
Óþroskaðir fuglar með minna gult á höfði og kviði; augu dökk.

Lengd: 27 cm.

Lífslíkur: 40-60 ár.

Kynin: Engin útlitsmismunur er á kynjunum.

Uppruni: Austur og miðhluti Brasilíu.

Þjálfun: Getur orðið fínn talfugl og hefur yndi af að læra heilu lögin utan að. Viðkvæmir fyrir sýkingum fyrst í stað. Rífast gjarnan. Geta verið ákveðnir við aðra fugla, einkum á fengitímanum. Hafa gaman af að baða sig og naga greinar.

Hávaðasemi: Miðlungi hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur á sumum svæðum.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998