toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Melanochromis

UNDIRSÍÐUR

Siklíður af ættinni Melanochromis eru litsterkar og skapmiklar. Þær eru á bilinu 10-15 cm, munnklekjarar eins og flestar malavísiklíður og flokkast undir mbúnur, og eru því grimmar og verja svæði sitt af mikilli heift. Flestar tegundir eru þannig þær sýna öfugan litarhátt milli kynja. Ef langsöm rák í hrygnunni er dökk er hún ljós í hængnum. Dökk svæði á hængnum eru ljós á kerlunni. Hrygnurnar skarta sterkum litum eins og karlfiskarnir sem fá oft dekkri liti við tímgun. Melanochromis siklíður eru mestmegnis þörungaætur og þurfa því mikið grænfóður í fæðunni. Tímgunin er hefðbundin fyrir mbúnur. Karlinn finnur sér hrygningarstað og grefur niður á flatan stein. Síðan lokkar hann kerluna að með miklum tilþrifum og rekur hana síðan burt að hrygningu lokinni. Meðgangan er um 3 vikur og að því loknu sleppir kerlan seiðunum og skiptir sér ekki að þeim meir.

 Melanochromis auratus
 
Melanochromis chipokae
 
Melanochromis cyaneorhabdos  "Maingano"
 
Melanochromis johannii
 
Melanochromis parallelus
 
Melanochromis vermivorus
 
Melanochromis sp. ”Auratus Dwarf”
 
Melanochromis sp. ”Blue"
 
Melanochromis sp. ”Blue" Chilumba

johanni-1
botn