|
St. Vincent Amason Amazona guildingii
Lýsing: Fuglinn er marglitur; enni, fremri hluti hvirfils og augnsvćđiđ er gulhvítt og út í appelsínugult á afturhluta hvirfils, kinnar og háls; eyrfjađrir og afturhluti kinna eru bláfjólubláar; hnakki grćnn-olivíugrćnn međ bláum blć og svartri fjađurbrún; bringa og kviđur koparbrúnn og hver fjöđur međ mjórri svartri brún; kviđurinn hjá mörgum er grćnleitur; undirstélsblöđkur eru gulgćnar; bak, axlir, neđra bak og efri stélblöđkur koparbrúnar-olivíugrćnar; efri stélblöđkur međ grćnum endum; vćngbrún appelsínugul; ytri ađalblöđkur dökkgrćnar og grćnfjólubláar utar; miđ- og minni vćngblöđur koparbrúnar-olívíugrćnar; minni undirvćngblöđkur koparbrúnar-grćnar međ grćnfölbláum brúnum; stćrri undirvćngblöđkur og undirhliđ flugfjađra gul-grćn; stélfjađrir bláfjólubláar međ appelsínugulum rót og breiđum gulappelsínu-gulum endum; goggur ljós; augu apprelsínugul-rauđ; fćtur gráir. Óţroskađir fuglar eins og fullorđnir en hamur ljósari og gjarnan daufari og augun dökk.
Lengd: 40 cm
Lífslíkur: 70 ár
Kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hćgt ađ kyngreina nema međ DNA-próf.
Upprun: Eyjan St. Vincent í Minni Antilles-eyjum, Karíbahafi.
Ţjálfun: St. Vincent amasoninn er afspyrnufallegur fugl og mjög fágćtur. Hann er ágćtur talfugl. Harđgerđur og húsbóndahollur. Góđ tamning á međan karlfuglinn er ungur er nauđsynleg til ađ koma í veg fyrir ađ hann verđi árásargjarn.
Hávađasemi: Miđlungi hávćr-hávćr.
Fóđrun: Fjölbreytt kornfóđur, ávextir og grćnmeti. Einnig vel sođiđ alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauđsynlegt.
Stađa í dag: CITIES I. Í útrýmingarhćttu vegna skógarhöggs. Sennilega enginn eftir í náttúrunni en 3-400 fuglar um heim allan í einkaeigu.
|