|
Lesser Sulphur-creasted Cockatoo Cacatua sulphurea sulphurea
Lýsing: Alveg hvítur; eyrnafjaðrir og kambfjaðrir skærgular; undirvængblöðkur og undirstélsblöðkur með gulum blæ; augnhringur hvítleitur; augu dökkbrún; fætur gráir; goggur svartleitur. Óþroskaðir fuglar með ljósari fætur og gogg; augu dökk hjá báðum kynjum; ungir kvenfuglar fá fullorðinsaugnlit oft við 12 mánaða aldur.
Lengd: 33 cm.
Lífslíkur: 50-60 ár.
Kynin: Kvenfuglarnir eins og karlfuglarnir en augu rauð og goggur yfirleitt smærri.
Uppruni: Sulawesi, Buton, Muna, Tukangbesi, Djampea, Kajuadi, Kalao, Madu og Kalaotura; annar stofn hugsanlega í Singapúr.
Um fuglinn: Fallegur og tígullegur fugl. Mikill nagfugl. Getur nagað sundur vír. Þarf því að fá nóg til að naga. getur farið að reita sig ef honum leiðist. Harðgerður eftir aðlögunartíma og fljótur að venjast eigandanum.
Hávaðasemi: Oft hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES I. Í mikilli útrýmingarhættu á mörgum eyjum. Sums staðar útdauður.
|