Echinodorus grandiflorus

Echinodorus grandiflorus

Uppruni: Mið- og Suður-Ameríka

Hæð: 50-150 cm

Breidd: 30-100 cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 20-28°C

Hersla (kH): mjúkt-mjúkt

Sýrustig (pH): 5,5-9

Vöxtur:
meðal

Kröfur:
erfið

Um plöntuna:
Echinodorus grandiflorusi er meðal stærstu amasón sverðplantna. Laufblöð geta orðið meira en metri á lengd þegar best lætur. Plantan þarf að vera í opnu búri til að geta vaxið upp úr vatninu og hentar mjög vel í innanhúss tjarnir eða stór opin búr. Jurtin blómstrar og fjölgar sér auðveldlega með stilkgræðlingum sem klippa má af þegar þeir hafa myndað rætur og gróðursetja þá í næringarríkt botnlag. Botnlagið skiptir máli þar eð plantan er hraðvaxta. Jurtin vex best við hátt hitastig líkt og aðrar Echinodorus jurtir, en þolir aðeins lægra hitastig en gengur og gerist og blómstrar ekki eins auðveldlega. Kattfiskar af Ancistrus ætt (brúsknefjar) sækja í þykka, kjötmikla blaðastilkana og éta þá.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998