Echinodorus macrophyllus

Echinodorus macrophyllus

Uppruni: Suður-Ameríka

Hæð: 30-50+ cm

Breidd: 20-30+ cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 20-28°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 5-8

Vöxtur:
meðal

Kröfur:
auðveldur

Um plöntuna:
Echinodorus macrophyllus er í hópi stórra, kúlulaga sverðplantna sem vaxa jafnvel upp úr stórum fiskabúrum við réttar aðstæður. Ef lýsingu er haldið innan við 11 tíma á dag er auðveldara að halda plöntunni innan búrsins. Jurtin hentar vel i opnum búrum þar sem hún myndar skrautleg, hjartalaga blöð ofan vatnsborðsins. Það er ágætt að úða vatni af og til á blöðin til að hindra uppþornun. Var áður selt sem Echinodorus “radicans”.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998